Ţann 5. janúar sl. flutti Karlakórinn Heimir ásamt einsöngvurum og upplesurum dagskrá í minningu Stefáns Íslandi. Frumflutningur ţessara menningardagskrár var í Íţróttahúsinu í Varmahlíđ og síđan ţá hafa ţeir flutt verkiđ í tvígang í Glerárkirkju á Akureyri.
Nú í kvöld verđur svo verkiđ flutt í Reykholtskirkju kl. 21.30 og á morgun í Langholtskirkju kl. 16.00
Dagskráin um Stefán Íslandi í tali og tónum er viđamikil dagskrá ţar sem margir ađilar úr ólíkum áttum sameina krafta sína og útkoman er í einu orđi sagt glćsileg. Kórinn syngur 14 lög sem öll hafa skírskotun til óperusöngvarans Stefáns Íslandi međ einum eđa öđrum hćtti. Á milli laga lesa upplesarar texta sem fjallar um líf og störf Stefáns frá unglingsárum í Skagafirđi og síđan er honum fylgt eftir til Ítalíu og Kaupmannahafnar, allt ţar til hann flyst til Íslands eftir mikla sigurgöngu á vćngjum söngsins.
Karlakórinn Heimir heldur nú upp á 80 ára starfsafmćli sitt og ađ mínu mati hefur ţeim tekist frábćrlega vel til međ ţessu efnisvali. Ţessi dagskrá ţeirra er međ ţví allra besta sem ég hef séđ karlakór leggja upp međ. Í henni sameinast metnađur og ţor til ađ takast á viđ nýja hluti ţar sem fariđ er inn á alveg nýja braut og menningar- og skemmtanagildi ţess margfaldast og höfđar til breiđari hóps.
Margir einstaklingar koma ađ uppsetningu á ţessari miklu tónsýningu, ekki bara karlakórsmenn. Upplesarar eru ţeir Agnar Gunnarsson á Miklabć og séra Hannes Örn Blandon á Laugalandi í Eyjafirđi. Einsöngvarar eru ţeir Óskar, Pétur og Sigfús Péturssynir ásamt Ţorgeiri J. Andréssyni óperusöngvara. Kórstjórnandi er sem fyrr Stefán R. Gíslason og ţá er lýsing og listrćn stjórnun í höndum Ćgis Ásbjörnssonar.
Ađ mínu mati bćtir Karlakórinn Heimir mörgum rósum í hnappagat sitt međ ţessum listviđburđi sem ég kalla svo og er ţađ vel viđ hćfi á 80 ára afmćli kórsins.
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Tónlist, Dćgurmál | Breytt s.d. kl. 23:38 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.