Ópera Skagafjarðar – Æfingar hafnar á Rigoletto

4Æfingar eru nú hafnar á Rigoletto en það er Ópera Skagafjarðar sem stendur að þessari uppfærslu.

Gert er ráð fyrir að óperan verði flutt næsta haust (okt, nóv, des) og er ráðgert að hafa tvær stórar sýningar í Skagafirði og aðrar tvær í Reykjavík. Hljómsveitarstjóri verður Keith Reed og undirleikur verður í höndum Sinfóníuhljómsveitar Óperu Skagafjarðar. Þá er gert ráð fyrir 4 – 5 minni sýningum á einhverjum völdum stöðum á landsbyggðinni og þá einvörðungu með píanóundirleik.

Ekki liggur fyrir hverjir fara með einsöngshlutverk en það ætti að skýrast mjög fljótlega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott síða hjá þér Ari, til hamingju með hana.

Þetta er spennandi verkefni sem fyrir höndum er, ég vona að það verði sem flestir með sem voru með í La Traviata þar sem að mér fannst það vera virkilega skemmtilegur hópur.

Kveðja Arndís

Steinunn Arndís (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband