Færsluflokkur: Dægurmál
24.1.2008 | 10:28
Ópera Skagafjarðar – Æfingar hafnar á Rigoletto
Æfingar eru nú hafnar á Rigoletto en það er Ópera Skagafjarðar sem stendur að þessari uppfærslu.
Gert er ráð fyrir að óperan verði flutt næsta haust (okt, nóv, des) og er ráðgert að hafa tvær stórar sýningar í Skagafirði og aðrar tvær í Reykjavík. Hljómsveitarstjóri verður Keith Reed og undirleikur verður í höndum Sinfóníuhljómsveitar Óperu Skagafjarðar. Þá er gert ráð fyrir 4 5 minni sýningum á einhverjum völdum stöðum á landsbyggðinni og þá einvörðungu með píanóundirleik.
Ekki liggur fyrir hverjir fara með einsöngshlutverk en það ætti að skýrast mjög fljótlega.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)