Nýjasta nýtt

Kominn tími á smá blogg.

 

Búið að vera mikið um að vera síðustu vikurnar. Ekki þó í söng þar sem ég hef ekki gefið mér tíma til slíkra æfinga.

 

Frá því í byrjun júní hef ég verið að vinna hjá Íbúðalánasjóði, er gamall innanbúðarmaður þar og þekki því vel. Vona að sjóðurinn haldi áfram að þjónusta íbúðakaupendur þessa lands því ekki gera viðskiptabankarnir það.

 

Svo í byrjun ágúst tek ég við rekstri meðferðarheimilisins að Háholti. Búinn að vera að vinna að því máli frá því í maí. Stofna fyrirtæki um reksturinn, gera kjarasamning við starfsmenn og ráða þá. Búinn að sitja fjölmargir samstarfsfundir við Barnaverndarstofu og margt fleira sem þurft hefur að ganga frá. Mikil vinna en skemmtileg. Hið nýja fyrirtæki heitir Hádrangar ehf.

 

Undanfarið hef ég verið í heyskap, þarf að heyja handa hrossunum. Þarf að láta rúlla ca. 60 rúllur, það á að duga yfir vetrarmánuðina. Er með heyskap á Reykjarhóli þar sem ég þarf jafnframt að aðstoða bóndann þar við heyskapinn. Vonandi klárast það áður en júlí er allur.

 

Því um næstu mánaðarmót förum við hjónin ásamt Aðalsteini til Helsingi og St. Pétursborgar, í kórferðalag. Það er Karlakórinn Heimir sem er að fara í víking til þessara borga í tilefni af 80 ára starfsafmæli kórsins. Þetta er tíu daga ferðalag þar sem kórinn mun syngja opinberlega á þremur stöðum. Um 50 kórmenn taka þátt í ferðinni og ásamt mökum og aukaliði telur þetta um hundrað manns sem fer í ferðina.

 

Læt þetta duga að sinni.

Kv


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband