Ópera Skagafjarðar á sæluviku Skagfirðinga

Ópera Skagafjarðar, tónleikar 27. apríl.

Á efnisskrá eru perlur úr óperunum La Traviata og Rigoletto eftir G. Verdi

 

Tónleikarnir verða í íþróttahúsinu í Varmahlíð, sunnudaginn 27. apríl kl. 16:00

Miðaverð er kr. 4000, forsala er í útbúum Kaupþings í Skagafirði. Einnig er hægt að kaupa miða á midi.is.

Fram koma 10 einsöngvarar, kór Óperu Skagafjarðar og  15 manna kammerhljómsveit Óperu Skagafjarðar.

Hljóðfæraleikar eru meðal þeirra færustu á landinu og eru þeir flestir í Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Stjórnandi hljómsveitar verður Keith Reed.

Sérstakur gestasöngvari verður Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú), sópran

Einsöngvarar:

  • Ari Jóhann Sigurðsson, tenór
  • Alexandra Chernyshova, sópran
  • Þórhallur Barðasons, baritón
  • Stefán Arngrímsson, bassi
  • Jóhannes Gíslason, bassi
  • Sigríður Margrét Ingimarsdóttir, messósópran
  • Sigurdríf Jónatansdóttir, messósópran
  • Ásdís Guðmundsdóttir, messósópran
  • Þorsteinn Bjarnason, tenór
  • Steinþór Þráinsson, baritón

 Tónleikarnir eru um leið útgáfufagnaður á tvöföldum geisladiski, annars vegar upptökur frá La Traviata og hins vegar heimildarmynd „Ævintýrin gerast enn" eftir Anup Gurung, kvikmyndargerðarmanns og kajakræðara. Diskurinn verður í boði á tónleikunum og kostar kr. 2200.

„Ég lít í anda liðna tíð"

Leik- og söngdagskrá um ævi og störf Sigvalda Kaldalóns

Guðrún Ásmundsdóttir, leikkona og Söngskóli Alexöndru

Sýningar í Villa Nova, Sauðárkróki

Mánudaginn 28. apríl kl. 17:00

Þriðjudaginn 29. apríl kl. 17:00

Miðvikudaginn 30. apríl kl. 17:00 - uppselt

Fimmtudaginn 1. maí kl. 17:00

Forsala miða í Sparisjóði Skagafjarðar, 455-5555

Miðaverð kr. 2000

Söngskóli Alexöndru í samvinnu við Guðrúnu Ásmundsdóttur leikkonu ætla að bjóða upp á menningarkvöld í Villa Nova þar sem er blandað saman sögu Sigvalda Kaldalóns og flutningi á verkum hans. Flutningur verkanna verður í höndum söngnemenda Söngskóla Alexöndru.

Sigvaldi Stefánsson Kaldalóns, tónskáld og læknir, fæddist árið 1881 og lést 1946. Hann var héraðslæknir á ýmsum stöðum en lengst í Nauteyrarhéraði við Ísafjarðardjúp 1910-21. Þar tók hann upp ættarnafnið Kaldalóns. Sigvaldi samdi hátt á annað hundrað sönglaga sem mörg hver hafa orðið gríðarlega vinsæl og eru enn á hvers manns vörum. Meðal laga hans eru, Á Sprengisandi, Þú eina hjartans yndið mitt, Hamraborgin og Svanasöngur á heiði. Hann samdi einnig nokkur kórlög, m.a. Ísland ögrum skorið, og fáein lög fyrir hljóðfæri.

Dagskráin verður á Sæluviku Skagfirðinga í Villa Nova, einu elsta og virðulegasta húsi Sauðárkróks. Skagfirðingum og öðrum Norðlendingum gefst með þessari dagskrá tækifæri á því að fræðast um ævi og störf Sigvalda Kaldalóns í flutningi einnar bestu og reynslu mestu leikkonu landsins í þessari aðferð leiklistar, þ.e. söguaðferð.

Nemendur Söngskóla Alexöndru fá einnig tækifæri á því að koma fram og syngja á tónleikum, með því næst að flétta saman fræðandi dagskrá leikkonu og sögumanns og söngnemenda sem eru að stíga sín fyrstu spor í opinberum söngflutningi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband