2.4.2008 | 11:12
Hæ tröllum
Hæ tröllum - kóramót verður haldið á Akureyri laugardaginn 5. apríl n.k. Það er Karlakór Akureyrar-Geysir sem hefur veg og vanda að þessu árlega míní-kóramóti. Að þessu sinni verða gestakórarnir tveir, þ.e. Grundartangakórinn frá Akranesi og Karlakórinn Hreimur úr Þingeyjarsýslu.
Hver kór syngur fimm lög en að því loknu syngja þeir fjögur lög sameiginlega. Mótið verður haldið í Glerárkirkju 5. apríl og hefst kl. 17.00
Um kvöldið verður svo haldin sameiginleg kvöldskemmtun í Lóni, félagsheimili Karlakórs Akureyrar-Geysis fyrir kórmenn og maka þeirra.
Svona kóramót eru skemmtileg tilbreyting í starfi kóranna. Söngmenn hittast og bera saman bækur sínar og kynnast hver öðrum. Þá eykur það fjölbreytni fyrir áhorfendur að fá söng þriggja kóra til að hlusta á svo maður tali nú ekki um þegar þeir syngja saman. Reikna má með að þegar kórarnir syngja saman telji það yfir 100 manna kór. Að hlusta á svo fjölmennan kór er jafnan ákaflega gaman, kröftugur söngur sem jafnan vekur sterk viðbrögð.
Semsagt í Glerárkirkju n.k. laugardag kl. 17.00
Sjáumst
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.